Geitur

Hefð er fyrir geitabúskap í Möðrudal á árum áður og er þaðan sprottin áhugi okkar á að viðahalda geitarækt hér á Fjöllum, auk þess sem geiturnar setja

  • Býli
  • Fiskað
  • Regnbogi
  • Barn
  • Bústaður
  • Snjór og jeppar
 

Geitur

Hefð er fyrir geitabúskap í Möðrudal á árum áður og er þaðan sprottin áhugi okkar á að viðahalda geitarækt hér á Fjöllum, auk þess sem geiturnar setja líflegan svip á búskapinn. Uppruni geitanna í Möðrudal er gamli stofninn sem var hér áður með kynbótum frá Fjallalækjaseli. Kjörlendi er hér gott fyrir geitur sumarlangt þar sem þær spranga um í klettum, hellum og skútum rétt vestan við bæinn í ævintýralegu landslagi Kjalfellsins. Þar er gróðurfar þeim að skapi og þær ná að halda sínu villta eðli.

Á sumrin förum við gjarnan í Kjalfellið að kvöldlagi með áhugasama ferðamenn, innlenda sem erlenda til að skoða fjölbreytilegt landslag Kjalfellsins og hitta geiturnar sem sumar hverjar þiggja gjarnan brauðbita. Leitið upplýsinga í Fjallakaffi ef þú og þínir hafið áhuga á að kynnast þessum uppátektarsömu og skemmtilegu dýrum.

Fjalladýrð

Möðrudal
660 Mývatn, Iceland

Sími +354 471 1858
Fax +354 471 1858

fjalladyrd@fjalladyrd.is

Skráning á póstlista

Fáðu fréttir og tilboð beint í tölvupóstinn þinn svo þú missir ekki af neinu hjá okkur.

360